Hovdenak Distillery | Pure North
16747
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16747,ajax_updown_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-10.1.2,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Pure North

MLLfDyvw

Pure North er ný lína frá okkur sem kemur í ýmsum skemmtilegum útfærslum og í fallega skreyttum umbúðum með innblástri frá víkingaöld. Gæði vörunnar er einstök þar sem eingöngu eru notuð úrvalshráefni í vörurnar.

Ferskar og þurrkaðar jurtir fá sérstaka meðhöndlun í ákveðinn tíma, til að ná ilmkjarnaolíunum úr þeim sem við sækjumst eftir.

Þar á eftir fer aðal ferlið í gang, en það er eiming á vökvanum. Eimingartækin okkar hafa ákveðna sérstöðu á heimsmælikvarða þar sem að eimingin fer fram við lofttæmi og varan eimast við mun lægra hitastig en venjuelgt er. Þetta skilar gríðarlegri mýkt í vörunum okkar. Svo er vökvanum komið fyrir í flösku, fyrir þig til að njóta.

Pure North Gin

500 ml / 40% Vol.

Hér er ekkert verið að flækja hlutina að óþörfu. Einiberin ráða ríkjum eins og í klassísku gini ber að gera en á eftir einiberjunum fylgja undirtónar af sítrus, íslensku fjalla blóðbergi og absinthe.

Hentar einstaklega vel í góðann gin og tónik.

Pure North Pink

500 ml / 37.5% Vol.

Sannkallað sumar í flösku.

Jarðaber og hindber með léttum unditnótum ginsins leiða þig áfram í ævintýri um suðrænar slóðir.

Tilvalið í stórt glas fullt af klökum með helling af ávöxtum.

Pure North Vodka

500 ml / 40% Vol.

Mjúkur og góður korn vodki sem er eimaður við lofttæmi.

Hentar vel í alla kokteilagerð.