Hovdenak Distillery | Rökkvi Espresso Martini
16616
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16616,ajax_updown_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-10.1.2,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Rökkvi Espresso Martini

rokkviFS

Kaffilíkjörinn Rökkvi er heiðarlegur kaffilíkjör með kröftugu kaffi sem er kaldbruggað af sérfræðingunum hjá Te & Kaffi. Alvöru kaffibragð, örlítil sæta af mjúkri karamellu og brúnum sykri leika við braglaukana í hverjum sopa. Rökkvi er í raun tilbúinn Espresso Martini á flöskunni, aðeins þarf að hrista hann með klaka og hella í glas.

 

Kaldbruggun (Cold Brew) er aðferðin sem er notuð, þar sem malaðar kaffibaunir eru látnar liggja í köldu vatni til lengri tíma. Þannig næst að draga fram alla þá góðu og einstöku eiginleika sem kaffibaunirnar hafa að geyma en á sama tíma skilja eftir bitra bragðið.

Espresso Martini

6-10cl Rökkvi

Hristist í klaka,

skreytt með 3 kaffibaunum ofan á froðuna.

 

 

Dirty Frappé

6cl Rökkvi

4cl mjólk
Hristist í klaka og glasið skreytt með
þykkri karamellu, þeyttur rjómi
og súkkulaðispænir settur ofan á.