Hovdenak Distillery | Um okkur
16082
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16082,ajax_updown_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-10.1.2,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Um okkur

Nafnið Hovdenak kemur frá fjölskyldunni í Noregi og varð fyrir valinu þegar fyrirtækið var stofnað árið 2018 í Hafnarfirði. Eftir nokkurra ára tilraunir kom hin fullkomna vara í ljós sem fékk nafnið Stuðlaberg Gin.

Prufuflaska af Stuðlabergi var send til meistarans Henrik Hammer í Danmörku til smökkunar þar sem hún var fljótlega samþykkt og öllu ýtt af stað. Þeir Hákon Freyr og Erling deildu sömu framtíðarsýn og sáu tækifæri til að nýta þekkingu sína og reynslu í vínframleiðslu og rekstri. Varð því draumurinn að hanna þeirra eigin vöru og framleiða að veruleika.

Prufuflaska af Stuðlabergi var send til meistarans Henrik Hammer í Danmörku til smökkunar þar sem hún var fljótlega samþykkt og öllu ýtt af stað. Þeir Hákon Freyr og Erling deildu sömu framtíðarsýn og sáu tækifæri til að nýta þekkingu sína og reynslu í vínframleiðslu og rekstri. Varð því draumurinn að hanna þeirra eigin vöru og framleiða að veruleika.

Allar vélar, tæki og brugghúsið í heild sinni er hannað og sett upp af eigendum. Hönnun brugghússins var gerð frá grunni og útkoman er með fullkomnari brugghúsum landsins. Fjölmargir komu að verkefninu og er brugghúsið byggt með hjálp góðra vina.

Það sem aðskilur þetta brugghús frá öðrum brugghúsum er að eimingin fer fram í lofttæmi og eimast því varan undir mun lægra hitastigi en við hefðbundnar aðferðir. Með þessari aðferð nást kjarnaolíurnar betur og varan verður mýkri fyrir vikið. Eimingin er vistvæn þar sem aðeins er notast við jarðhitavatn til upphitunar og afföllin eru lítil sem engin.

Það sem aðskilur þetta brugghús frá öðrum brugghúsum er að eimingin fer fram í lofttæmi og eimast því varan undir mun lægra hitastigi en við hefðbundnar aðferðir. Með þessari aðferð nást kjarnaolíurnar betur og varan verður mýkri fyrir vikið. Eimingin er vistvæn þar sem aðeins er notast við jarðhitavatn til upphitunar og afföllin eru lítil sem engin.

Stuðlaberg er fyrsta varan framleidd af Hovdenak Distillery og hefur fengið góðar viðtökur, enda búið til með einstöku íslensku vatni og úrvalshráefnum.